Allir skilmálar
-
Þessi gjafaleikur er í boði fyrir íbúa Íslands, 18 ára og eldri, fyrir utan starfsfólk ábyrgðaraðilans, samstarfsfólk og öll þau sem tengjast leiknum faglega.
-
Varðandi verðlaunaútdrátt og „in-game“ gjafapakka: Nauðsynlegt er að kaupa Pepsi. Vinsamlegast geymdu vöruumbúðir með kóða. Vinsamlegast geymdu einnig kvittun með dagsetningu og tímasetningu sem staðfesta kaup fyrir skráningu og innan þess tímaramma sem gjafaleikurinn stendur yfir. Kvittunin gæti reynst nauðsynleg þegar sigurvegari í útdrættinum sækir verðlaunin. Nauðsynlegt er að hafa netaðgang og virkt netfang. Skilmála og takmarkanir sem tengjast notkun EA SPORTS FC™ 25 leiksins má finna hér: ea.com/legal
-
Varðandi „in-game“ pakka sérstaklega: Nauðsynlegt er að hafa EA aðgang, EA SPORTS FC™ 25 („leik“) (seldan sér) á PlayStation®5, PlayStation®4, Xbox Series X|S, Xbox One eða PC-tölvu með EA appi, Steam eða Epic („samþykktar leikjatölvur“), eða sambærilega tölvu (PlayStation®5, PlayStation®4, Xbox Series X|S, Xbox One eða PC-tölva, hver seld sér). Gildir ekki fyrir Nintendo Switch™. Þátttakendur geta farið inn á www.ea.com og búið til EA aðgang (ef þeir hafa ekki aðgang nú þegar) með því að fylgja leiðbeiningum á https://help.ea.com/en/eadp_check/signup/. Skráning í EA aðgang krefst samþykkis notendaskilmála EA auk samþykkis á því að notkun þín á þjónustu EA fellur undir persónuverndar- og vafrakökustefnu EA.
-
Vinsamlegast athugaðu að þótt við hvetjum þig til þess að taka þátt og njóta vinninganna í gjafaleiknum hvetjum við einnig til skynsamlegrar neyslu varanna okkar. Vinsamlegast keyptu ekki fleiri vörur en þú getur mögulega neytt til þess eins að taka þátt í leiknum.
-
Gildistími gjafaleiks: Gjafaleikurinn stendur yfir frá kl. 18.00 BST 16. október 2024 til kl. 23.59 GMT 30. nóvember 2024. Sjá nánar:
-
Til að taka þátt:
-
Verðlaunaútdráttur: Keyptu Pepsi vöru sem gildir fyrir gjafaleikinn, sjá mgr. 7 til að fá nánari upplýsingar, skannaðu QR-kóðann á umbúðunum til að fara inn á vefsíðuna www.europe.pepsifc25.com. Síðan skráir þú þig inn á Pepsi Promo aðganginn þinn eða býrð til nýjan aðgang, þér að kostnaðarlausu, með því að fylla út rafrænt eyðublað með persónulegum upplýsingum (fullt nafn, netfang og póstnúmer) og búðu til notendanafn og lykilorð. Sláðu inn kóðann sem er inni í tappanum á www.europe.pepsifc25.com til að taka þátt í verðlaunaútdrættinum.
-
Til að leysa út „in-game“ gjafapakka: Keyptu Pepsi vöru sem gildir fyrir gjafaleikinn, sjá mgr. 7 til að fá nánari upplýsingar, til að fara inn á vefsíðuna www.europe.pepsifc25.com. Síðan skráir þú þig inn á Pepsi Promo aðganginn þinn eða býrð til nýjan aðgang, þér að kostnaðarlausu, með því að fylla út rafrænt eyðublað með persónulegum upplýsingum (fullt nafn, netfang og póstnúmer) og búðu til notendanafn og lykilorð. Síðan slærðu inn notendaupplýsingar fyrir EA aðganginn þinn til að tengja hann Pepsi Promo aðganginum þínum og slærð inn kóðann í tappanum til að sækja gjafapakkann.
-
Þátttakendur sem slá inn notendaupplýsingar fyrir EA aðganginn sinn og tengja hann við Pepsi Promo aðganginn til að sækja „in-game“ gjafapakka verða sjálfkrafa þátttakendur í verðlaunaútdrættinum. Það eru að hámarki 5 sjálfvirkar skráningar í verðlaunaútdrátt fyrir hvern EA aðgang, eða 1 skráning fyrir hvern gjafapakka sem er sóttur.
-
-
Vörur sem gilda í gjafaleiknum: Pepsi MAX, 500 ml flöskur.
-
Hverja Pepsi vöru má aðeins nota einu sinni til að taka þátt. Hámarkið er 10 skráningar á dag á mann. Hver þátttakandi getur að hámarki slegið inn þrjátíu (30) ógilda kóða á hverjum 24 klukkustundum innan gildistíma gjafaleiksins áður en Pepsi Promo aðganginum er lokað. Hámarkið er 1 verðlaun á mann. Hámarkið er 5 „in-game“ pakkar fyrir EA hvern aðgang.
-
Sigurvegarar í verðlaunaútdrættinum þurfa að geyma kvittunina sem staðfestir tíma og dagsetningu kaupanna innan gildistíma gjafaleiksins og að tiltekin vara hafi verið keypt áður en að kóðinn var skráður og gætu þurft að sýna kvittunina til að fá verðlaunin afhend. Einungis er hægt að taka þátt einu sinni fyrir hverja keypta vöru. Hins vegar, ef þátttakandi er með kvittun sem sýnir að keyptar voru margar vörur í einu á gildistíma gjafaleiksins, er hægt að nota sömu kvittun mörgum sinnum.
-
„In-game“ gjafapakki: Hver gildur þátttakandi fær 1 x „in-game“ pakka með sérhönnuðum Pepsi Ultimate Team™ hlutum og 400 Season Points stigum fyrir EA SPORTS FC™ 25.
-
Fleiri upplýsingar og skilmálar varðandi „in-game“ gjafapakka:
-
Það eru 5 mismunandi „in-game“ pakkar í boði. Pökkunum verður útdeilt í eftirfarandi röð:
-
Í pakka #1 eru: 6 x „Thirsty For More“ Pepsi búnaðir + 400 Season Points stig
-
Í pakka #2 eru: 3 x „Thirsty For More“ Pepsi stúkumyndir (TIFO) + 400 Season Points stig
-
Í pakka #3 eru: 3 x „Thirsty For More“ Pepsi XL stúkumyndir (TIFO) + 400 Season Points stig
-
Í pakka #4 eru: 3 x „Thirsty For More“ Pepsi leikvangsþemu + 400 Season Points stig
-
Í pakka #4 eru: 3 x „Thirsty For More“ Pepsi skjaldarmerki + 400 Season Points stig
-
-
„In-game“ pakkar eru aðgengilegir á meðan EA SPORTS FC™ 25 leikurinn er tengdur netinu. Mikilvægar upplýsingar varðandi neteiginleika EA, m.a. aðgengi, má finna á ea.com/service-updates.
-
Þú þarft að sækja „in-game“ pakkann þinn fyrir kkl. 23.59, 28.02.2025. Allar óskir um pakka sem falla ekki undir skilyrðin sem útlistuð eru í þessum skilmálum eða sem berast eftir ofangreindan tímafrest eru álitnar ógildar verða ekki teknar til athugunar.
-
Til að sækja „in-game“ gjafapakkann þinn:
-
Kveiktu á EA SPORTS FC™ 25 á samþykktri leikjatölvu, skráðu þig inn með sama EA aðgangi og þú tengdir við Pepsi Promo aðganginn þinn, sjá mgr. 6, og farðu í Ultimate Team™ viðmótið. „In-game“ pakkar takmarkast við ákveðna leikjatölvu og verða afhentir í EA aðgangi þátttakanda á fyrstu leikjatölvunni sem notuð var til að spila leikinn í eftir að ofangreindum atriðum var lokið.
-
Gildir þátttakendur sjá skilaboð birtast í leiknum þar sem stendur að Pepsi „in-game“ gjafapakka hafi verið úthlutað.
-
Þátttakendur þurfa síðan að fara inn í verslunina í leiknum („store“) til að leysa út pakkann.
-
-
„In-game“ gjafapakkar verða afhendir innan 24 klukkustunda eftir að skráningu og öllum ofangreindum atriðum er lokið og eftir að þátttakandi hefur tengt EA aðganginn sinn við Pepsi Promo aðganginn. Ef þátttakandi hefur skráð sig inn í leikinn áður en ofangreindum atriðum er lokið, þarf að fara út úr leiknum og skrá sig aftur inn svo „in-game“ pakkinn birtist. Ef svo ólíklega vill til að pakkinn birtist ekki í versluninni í EA SPORTS FC™ 25 innan 24 klukkustunda þarf þátttakandi að láta ábyrgðaraðilann vita í gegnum olgerdin@olgerdin.is. Ef þátttakandi lætur ekki vita, áskilur ábyrgðaraðilinn sér rétt til þess að afhenda ekki „in-game“ gjafapakkan eða taka einhliða ákvörðun um að takmarka virði hans.
-
-
Ábyrgðaraðili áskilur sér rétt til að neita þátttakanda um verðlaun eða „in-game“ gjafapakka, draga verðlaun eða gjafapakka til baka og/eða neita þátttakanda um áframhaldandi þátttöku í gjafaleiknum ef hann hefur lögmætan grun um að þátttakandi hafi brotið í bága við skilmála eða einhver af fyrirmælunum sem tengjast skráningu í gjafaleikinn, eða ef þátttandi hefur orðið uppvís að því að hafa orðið sér úti um ósanngjarnt forskot í þátttöku í gjafaleiknum, tekið þátt eða sigrað með því að svindla.
-
Ábyrgðaraðili leitast við að halda úti sanngjörnum og öruggum gjafaleik og koma í veg fyrir misnotkun og svindl. Ef þátttaka þín er á einhvern hátt ekki í samræmi við þessa skilmála, verða kröfur þínar (og tengdra aðila) gerðar ógildar. Allir gjafapakkar og verðlaun verða gerð ógild og send til baka og ábyrgðaraðili áskilur sér rétt til að koma í veg fyrir þátttöku þína í öðrum leikjum á hans vegum í a.m.k. sex mánuði. Vegna þessa, áskilur ábyrgðaraðilinn sér á hverjum tíma rétt til að:
-
Sannreyna upplýsingar þátttakenda eftir mismunandi leiðum og óska eftir fleiri upplýsingum sé það talið nauðsynlegt í þessum tilgangi. Verðlaun og gjafapakkar verða mögulega ekki afhent fyrr en að þessu ferli lýkur.
-
Ógilda kröfur sem koma ekki beint frá þeim aðila sem tekur þátt í gjafaleiknum.
-
Ógilda kröfur sem koma frá nafnlausum póstþjónustum eins og, en takmarkast ekki við, GuerillaMail, Dispostable eða Mailinator.
-
Ógilda kröfur sem berast í miklu magni frá einstaklingum, fyrirtækjum, neytendahópum eða þriðju aðilum eða kröfum sem berast frá macros eða með öðrum nafnlausum hætti.
-
Ógilda kröfur umfram leyfilegt hámark, eða þar sem notast er við tækni eins og „script“ eða „brute force“ þar sem auðkenni sendanda er falið með því að hagræða IP-tölum, notast er við dulnefni eða þar sem þátttakendur villa á sér heimildir.
-
Ógilda þátttakendur sem reyna að eiga við skráningarferlið.
-
Ógilda kröfur sem á einhvern hátt mæta ekki skilyrðum í þessum skilmálum.
-
Hætta við, breyta eða fresta gjafaleiknum ef í ljós kemur að ekki verður hægt að framkvæma hann eins og áformað hafði verið vegna ástæðna eins og, en takmarkast ekki við, hagræðingu, ólögmætt inngrip, svindl, óheiðarleika, tæknibilana, eða hvaða annarra ástæðna sem eru ekki á valdi ábyrgðaraðila og eyðileggja eða hafa áhrif á skipulag, öryggi, sanngirni, réttmæti eða rétta framkvæmd þessa gjafaleiks.
-
-
Ekki er hægt að gefa verðlaun eða „in-game“ gjafapakka áfram eða skipta þeim út í staðinn fyrir eitthvað annað, leysa þá út í peningum eða öðru. Ef verðlaun/gjafapakki eru ekki fáanleg vegna einhverra ástæðna, áskilur ábyrgðaraðilinn sér rétt til að taka ákvörðun einhliða um að bæta þátttakanda það upp með öðrum verðlaunum/gjafapakka af sambærilegu eða hærra verðgildi.
-
Engin ábyrgð verður tekin á kröfum sem eru týndar, hefur seinkað, eru skemmdar, hafa verið sendar annað eða eru ekki fullnægjandi, eða sem ekki er hægt að senda vegna tæknilegra vandamála eða annarra ástæðna. Sönnun fyrir því að skilaboðin voru send verða ekki tekin gild sem móttaka skilaboða. Ábyrgðaraðilinn getur ekki ábyrgst stöðugt eða öruggt aðgengi að vefsíðu gjafaleiksins www.europe.pepsifc25.com.
-
Ábyrgðaraðilinn og þau umboð og fyrirtæki sem hann er í samstarfi við eru ekki ábyrg fyrir neinu tjóni (að meðtöldu en takmarkast ekki við, óbeint, sértækt eða stórtækt tjón, eða fjárhagstjón), kostnaði eða skemmdum sem gætu komið upp (hvort sem þetta á sér stað vegna vanrækslu einstaklinga eða ekki) í tengslum við þennan gjafaleik (JS14694) eða við móttöku eða notkun verðlauna eða gjafapakka, fyrir utan þá ábyrgð sem ofangreindir aðilar bera samkvæmt lögum. Ábyrgðaraðili er á engan hátt ábyrgur fyrir dauða eða slysum á einstaklingum sem rekja má til vanrækslu.
-
Ábyrgðaraðilinn getur ekki talist ábyrgur fyrir töfum eða misbresti við að sinna skyldum sínum vegna ástæðna sem eru ekki á hans valdi, eins og en takmarkast ekki við, guðlegt inngrip, heimsfaraldur eða faraldur í ákveðnu landi, öfgafullt veður, eldsvoða, vinnustaðadeilur, stríð, hryðjuverk, ógnandi aðstæður, stjórnarkreppu, uppþot, borgaralega uppreisn, plágu, náttúruhamfarir, eða aðrar aðstæður.
-
Allar persónulegar upplýsingar sem þú gefur upp í tengslum við þennan gjafaleik verða aðeins notaðar af ábyrgðaraðilanum (eða skipaða samstarfsaðila) til að: (i) aðstoða við framkvæmd gjafaleiksins; og/eða (ii) gera greiningu til að bæta gjafaleiki ábyrgðaraðilans, vörur hans eða þjónustur. Ábyrgðaraðilinn (eða skipaðir samstarfsaðilar) munu ekki hafa samband við þig vegna annarra tilefna en sem tengjast þessum gjafaleik nema þú hafir gefið sérstakt leyfi fyrir því. Allar persónulegar upplýsingar verða meðhöndlaðar í samræmi við persónuverndarstefnu ábyrgðaraðilans, sem hægt er að lesa hér: https://www.pepsicoprivacypolicy.com
-
Ef einhver hluti/hlutar þessara skilmála eru dæmdir ógildir, ólöglegir eða óframkvæmanlegir samkvæmt lögum, mun það aðeins hafa áhrif á viðkomandi hluta skilmálanna og verða áfram í fullu gildi.
-
Með því að taka þátt er litið svo á að þú hafir samþykkt þessa skilmála og gert þér grein fyrir að Electronic Arts Inc. er ekki ábyrgðaraðili fyrir þessum gjafaleik.
-
Ef upp kemur ósamræmi milli þessa skilmála og skilmála sem fram koma í öðru efni tengdu gjafaleiknum, þá gilda þessir skilmálar.
-
Þessi gjafaleikur fellur undir íslensk lög. Þessi gjafaleikur hefur verið skipulagður í samræmi við reglur íslenska samkeppniseftirlitsins. Allar deilur sem gætu komið upp varðandi skilmála þessa leiks eða leikinn sjálfan skal vísað til íslenskra dómstóla.
-
Þessi gjafaleikur er á engan hátt styrktur af, skipulagður af eða að undirlagi, tengdur eða honum stjórnað af PlayStation®5, PlayStation®4, Xbox Series X|S, Xbox One, Steam eða Epic.
Ábyrgðaraðili: PepsiCo Nordics Denmark („ábyrgðaraðilinn“) með aðsetur að Vesterbrogade 149, 1620 Københaven, Danmörk.